Flugfélagið Icelandair býður upp á ferðir til Ungverjalands á laugardag og miða á leik Íslands og Frakklands í milliriðli EM í handbolta.
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Icelandair.
Flogið er út klukkan átta á laugardagsmorgun og heim daginn eftir, en leikurinn fer fram síðdegis á laugardag.
Innifalið í verðinu er flugmiði, hótelgisting og miði á leikinn og kostar pakkinn 99.900 krónur sé miðað við tveggja manna herbergi með morgunverði. Einstaklingsherbergi kostar 109.900.
Gist er á Courtyard Budapest City Center sem er fjögurra stjörnu hótel.