Umhverfis- og auðlindaráðuneytið og Orkustofnun sendu út neyðarkall til raforkuframleiðenda á Íslandi síðastliðinn þriðjudag. Laut það að mögulegri afhendingu raforku á tímabilinu 1. febrúar næstkomandi til 1. júní, umfram það sem framleiðendur hafa skuldbundið sig til að afhenda.
Þannig sendi Orkustofnun bréf á raforkuframleiðendur þar sem kallað var eftir upplýsingum um framleiðslugetu í vinnslukerfum þeirra og hvort þeir gætu brugðist við yfirvofandi orkuskorti. Það sé gert „svo komast megi hjá að rafkyntar hitaveitur á köldum svæðum þurfi að nota olíu í stað umhverfisvænnar raforku,“ eins og það er orðað í bréfinu sem Morgunblaðið hefur undir höndum. Líkt og fram hefur komið og tíundað er í bréfinu er um þessar mundir mikil eftirspurn eftir raforku, vatnsstaða í miðlunarlónum vatnsaflsvirkjana slæm og framleiðslugeta skert hjá einstökum framleiðendum.
Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag.