Tónlistarskólakennarar samþykktu kjarasamning

Frá uppskeruhátíð tónlistaskóla.
Frá uppskeruhátíð tónlistaskóla. mbl.is/Árni Sæberg

Nýr kjarasamningur Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum (FT) var samþykktur með miklum meirihluta en kjörsókn var 54 prósent. Atkvæðagreiðslan hófst mánudaginn 17. janúar og lauk klukkan 14 í dag.

Á vef kennarasambandsins er greint frá niðurstöðunum.

Já sögðu 190 eða 72,52

Nei sögðu 56 eða 21,37%

Auðir 16 eða 6,11%

Á kjörskrá voru 481

Atkvæði greiddu 262 eða 54.47%

Samn­inga­nefnd­ir Fé­lags kenn­ara og stjórn­enda í tón­list­ar­skól­um (FT) og Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga und­ir­rituðu nýj­an kjara­samn­ing sín á milli með ra­f­ræn­um hætti í dag.

Gild­is­tími hins nýja kjara­samn­ings er frá 1. janú­ar 2022 til 31. mars 2023. Fyrri kjara­samn­ing­ur rann út þann 31. des­em­ber síðastliðinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert