Nýr kjarasamningur Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum (FT) var samþykktur með miklum meirihluta en kjörsókn var 54 prósent. Atkvæðagreiðslan hófst mánudaginn 17. janúar og lauk klukkan 14 í dag.
Á vef kennarasambandsins er greint frá niðurstöðunum.
Já sögðu 190 eða 72,52
Nei sögðu 56 eða 21,37%
Auðir 16 eða 6,11%
Á kjörskrá voru 481
Atkvæði greiddu 262 eða 54.47%
Samninganefndir Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum (FT) og Sambands íslenskra sveitarfélaga undirrituðu nýjan kjarasamning sín á milli með rafrænum hætti í dag.
Gildistími hins nýja kjarasamnings er frá 1. janúar 2022 til 31. mars 2023. Fyrri kjarasamningur rann út þann 31. desember síðastliðinn.