Ábending hefur borist til Persónuverndar frá Sjúkratryggingum Íslands um notkun viðkvæmra persónuupplýsinga hjá SÁÁ.
Vigdís Eva Líndal, sviðsstjóri hjá Persónuvernd, segir málið í skoðun, í samtali við Fréttablaðið, og því geti stofnunin ekki tjáð sig frekar á þessu stigi.
Dagskrárstjóri SÁÁ hefur sakað Sjúkratryggingar (SÍ) um brot þegar SÍ fékk aðgang að sjúkraskrám og hringdi í skjólstæðinga SÁÁ.