Birta Karen Tryggvadóttir hagfræðinemi hefur gefið kost á sér í formennsku í Heimdalli, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. Kári Freyr Kristinsson sækist eftir embætti varaformanns.
Þetta kemur fram í tilkynningu.
Birta Karen er 21 árs gömul þriðja árs nemi í hagfræði við Háskóla Íslands en hún lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands árið 2019. Hún hefur verið virk í félagsstörfum, jafnt innan sem utan flokksins, og hefur meðal annars setið í stjórn Heimdallar síðustu tvö ár. Hún situr nú í framkvæmdastjórn SUS.
Kári Freyr er 19 ára gamall þriðja árs nemi á viðskiptabraut við Verzlunarskóla Íslands þar sem hann gegnir nú embætti forseta nemendafélagsins. Hann situr einnig í stjórn SUS.
Bæði skipuðu þau lista Sjálfstæðisflokksins í nýafstöðnum Alþingiskosningum og tóku jafnframt virkan þátt í kosningabaráttunni.
Auk Birtu og Kára bjóða eftirfarandi einstaklingar sig fram til stjórnarsetu í Heimdalli:
Birkir Örn Þorsteinsson, 20 ára og stundar nám í hagfræði við Háskóla Íslands
Dóra Tómasdóttir, 17 ára nemi við Menntaskólanum í Reykjavík
Elísabet Sara Gísladóttir, 18 ára nemi við Verzlunarskóla Íslands
Emilíanna Rut Mikaelsdóttir 19 ára stúdent úr Menntaskólanum við Sund
Eydís Helga Viðarsdóttir, 19 ára nemi við Verzlunarskóla Íslands
Lovísa Ólafsdóttir, 20 ára og stundar nám í hagfræði við Háskóla Íslands
Magnús Benediktsson, 21 árs og stundar nám í hagfræði við Háskólann í Reykjavík
Ragnar Snæland, 23 ára og stundar nám í hagfræði við Háskólann í Reykjavík
Salka Sigmarsdóttir, 19 ára nemi við Verzlunarskóla Íslands
Sigurbjörg Nanna Vignisdóttir, 22 ára og stundar nám í lögfræði við Háskóla Íslands
Til viðbótar bjóða fjórir einstaklingar sig fram í varastjórn:
Almar Máni Þórisson, 17 ára nemi við Verzlunarskóla Íslands
Bjarki Guðmundsson, 21 árs og stundar nám í hagfræði við Háskólann í Reykjavík
Magnús Daði Eyjólfsson, 20 ára og stundar nám í viðskiptafræði við Háskóla Íslands
Selma Guðjónsdóttir, 21 árs og stundar nám í viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík