Ekki verið að færa Festi milljarða á silfurfati

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri gagnrýnir fréttaflutning þar sem greint er frá því að borgin færi Festi milljarða á silfurfati með því að láta bygginarétt á lóðinni við Ægisíðu 102, þar sem nú er bensínstöð N1, renna til félagsins.

Tvær fréttir hafa birst um málið í Morgunblaðinu og segir Dagur að það sé „mikilvægt fyrir almenning að átta sig á því að það þarf að taka öllum fréttum Morgunblaðsins og framsetningu þeirra með fyrirvara í aðdraganda kosninga.“

Þetta skrifar borgarstjóri á facebook-síðu sína en hann segir frétt Morgunblaðsins í gær byggja á þremur staðhæfingum, sem allar séu rangar.

Blaðið var beðið um að leiðrétta punktana þrjá – einsog eðlilegir fjölmiðlar gera í takt við viðurkennd vinnubrögð í blaðamennsku, en gerði það ekki heldur sendi að bragði fimm spurningar „til borgarstjóra“. Í morgun birtist blaðið, bæði án leiðréttingarinnar og svaranna sem blaðið kallaði þó eftir. Enda bera svörin með sér að skrif blaðsins voru út úr öllu korti,“ skrifar Dagur.

Borgarstjóri birtir svo spurningar sem hann fékk og svör sín en hluti þeirra birtust í frétt í dag.

Borginni í hag að gera samning í stað þess að bíða

Hann segir punktana þrjá sem voru rangir í fréttinni séu að lóðin gangi að óbreyttu aftur til borgarinnar eftir nokkur ár, að byggja eigi fimm hæða hús á reitnum og að Festi fái með þessu tvo milljarða að gjöf.

Dagur segir að það sé borginni í hag að gera þenna samning frekar en að bíða. Í samningum um lóðina hafi verið ákvæði um uppkaup við lok samnings á matsvirði en það hefði sennilega hlaupið á allt að 400 milljónum króna. Við það bætist við niðurrif og hreinsum lóðar, allt að 200 milljónir að sögn Dags. Samþykkja hefði þurft mikið byggingarmagn til að ná þessum kostnaði til baka.

Umrædd lóð.
Umrædd lóð. mbl.is/Kristinn Magnússon

Dagur segir að punktur um að verið sé að færa Festi byggingarétt sem geti numið allt að tveimur milljörðum sé skáldskapur. 

Ef tveim milljörðum er deilt á 50 íbúðir reiknast verðmæti byggingarréttarins á 40 milljónir á hverja íbúð sem er óbyggð og eftir að greiða gatnagerðargjöld og byggingakostnað. Slík verð hafa hvergi sést á Íslandi og eru víðs fjarri veruleikanum,“ skrifar Dagur. Hann segir enn fremur að kveðið sé á um uppbyggingu upp á 2-4 hæðir.

Aðalskipulagi Reykjavíkur eru þrír hæðarflokkar. Fimm hæðir og undir, fimm til átta hæðir og níu hæðir og yfir. Eðlilegt í ljósi stöðu þessa reits er að hann færi í neðsta flokkinn, þ.e.a.s. undir fimm hæðum. Það gefur þó ekki fyrirheit um að heimilt sé að byggja fimm hæðir enda hefur alltaf verið rætt um 2-4 hæðir sem kallast á við önnur hús í götunni. Endanlegar hæðir húsa eru ákveðnar í deiliskipulagi,“ skrifar borgarstjóri.

 

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert