Prófkjör fer fram innan raða Pírata í Kópavogi og Reykjavík í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna sem fram fara 14. maí.
Fram kemur í tilkynningu frá Pírötum að prófkjör Pírata í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningar og prófkjör Pírata í Kópavogi fyrir bæjarstjórnarkosningar fari fram dagana 19.-26. febrúar í rafrænu kosningakerfi Pírata.
Framboðsfrestur vegna prófkjörsins rennur út 15. febrúar klukkan 15 og kosning hefst 19. febrúar. Kosningu lýkur síðan 26. febrúar. Þeir sem hafa hug á að taka þátt í prófkjörinu þurfa að hafa skráð sig í flokkinn fyrir 27. janúar.