Veðurfræðingur Vegagerðarinnar segir að búast megi við hvelli í kvöld en það verði bálhvasst einkum vestan- og norðantil, frá því um kl. 21 og fram yfir miðnætti. Appelsínugul viðvörun er í gildi fyrir Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra.
Hríðarbyl er spáð á flestum fjallvegum. Í nótt og á morgun er reiknað með þéttum éljum vestantil, og þá einnig á láglendi. Blint verður og skafrenningur á fjallvegunum.