Frumvarp um Ísland lagt fram á Bandaríkjaþingi

Þinghúsið í Washington DC.
Þinghúsið í Washington DC. AFP

Chellie Pingree, þingmaður sem situr á Bandaríkjaþingi fyrir hönd Maine-ríkis, hefur lagt fram frumvarp sem hún kennir við Ísland. Er því ætlað að leggja grundvöll fyrir frekari viðskipti á milli landanna tveggja.

Verði frumvarpið samþykkt mun Ísland bætast á lista ríkja hverra ríkisborgarar mega sækja um ákveðin landvistarleyfi í tengslum við atvinnu sína.

Í tilkynningu segir Pingree að nýju ákvæðin myndu styrkja tvíhliða samband ríkjanna og ýta undir nýjar fjárfestingar og efnahagslegan vöxt í báðum löndum.

Eitt fárra Evrópuríkja

Ísland er eitt fárra Evrópuríkja sem ekki eiga aðgang að vegabréfsáritunum sem þessum, að sögn Pingree.

Hún kynnti frumvarpið á föstudag ásamt flokksfélögum sínum í demókrataflokknum í fulltrúadeildinni, þeim Rick Larsen frá Washington, Joe Courtney frá Connecticut og Don Young frá Alaska.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert