Chellie Pingree, þingmaður sem situr á Bandaríkjaþingi fyrir hönd Maine-ríkis, hefur lagt fram frumvarp sem hún kennir við Ísland. Er því ætlað að leggja grundvöll fyrir frekari viðskipti á milli landanna tveggja.
Verði frumvarpið samþykkt mun Ísland bætast á lista ríkja hverra ríkisborgarar mega sækja um ákveðin landvistarleyfi í tengslum við atvinnu sína.
Í tilkynningu segir Pingree að nýju ákvæðin myndu styrkja tvíhliða samband ríkjanna og ýta undir nýjar fjárfestingar og efnahagslegan vöxt í báðum löndum.
Ísland er eitt fárra Evrópuríkja sem ekki eiga aðgang að vegabréfsáritunum sem þessum, að sögn Pingree.
Hún kynnti frumvarpið á föstudag ásamt flokksfélögum sínum í demókrataflokknum í fulltrúadeildinni, þeim Rick Larsen frá Washington, Joe Courtney frá Connecticut og Don Young frá Alaska.
As this story shows, Icelandic companies are unable to access the visas needed to establish working operations in the US
— Congresswoman Chellie Pingree (@chelliepingree) January 21, 2022
That's why I introduced the ICELAND Act today with @RepRickLarsen, @repdonyoung + @RepJoeCourtney to rectifying this imbalance 🇮🇸 https://t.co/LzCvzwtqmL