Þorramaturinn viðeigandi á borðum Landnámsseturs

Starfsfólk Borgarbyggðar fjölmennti í þorramatinn á Landnámssetrinu á bóndadegi í …
Starfsfólk Borgarbyggðar fjölmennti í þorramatinn á Landnámssetrinu á bóndadegi í hádeginu í gær mbl.is/Theodór Kr. Þórðarson

„Það voru bros á andlitum gesta í salnum þannig að ég held að þeir hafi kunnað vel að meta matinn,“ segir Helga Margrét Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri Landnámssetursins í Borgarnesi.

Bóndadeginum var fagnað þar á bæ með veglegu þorrahlaðborði í hádeginu í gær. Þangað komu meðal annars starfsmenn frá Borgarbyggð, Arion banka og Safnahúsinu og kjömsuðu þeir á súrmat og tilheyrandi. Einhverjir kunna þó að hafa laumast í léttan matseðil hússins eða veganúarlínuna en þeir fóru ekki hátt með það.

Sumir hrifnari af nýmetinu

„Þetta var nú bara skyndihugmynd sem við fengum. Við höfum verið með veganúar-áætlun nú í janúar og það hefur verið mikið stuð og stemning í kringum það. Það var því eina vitið að brjóta þennan mánuð enn frekar upp með þorraveislu. Fólk kann alltaf að meta það að fagna bóndadeginum með þorramat,“ segir Helga. Sjálf lætur hún vel af þorramatnum og segir að starfsfólkið hafi fengið að smakka þegar um fór að hægjast eftir hádegið. „Það var til dæmis gaman að fylgjast með erlenda starfsfólkinu. Nýmetið fór betur ofan í þau en súrmaturinn,“ segir hún og hlær.

Árviss viðburður hér eftir

Helga er handviss um að þetta verði árviss viðburður hér eftir. „Þorramaturinn á vel heima í Landnámssetrinu að mínu mati. Meðan ég fæ einhverju hér ráðið verður þetta því svona áfram,“ segir hún og skellir upp úr. 20

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert