Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, greindist með kórónuveiruna eftir að hafa ferðast til Búdapest í Ungverjalandi til þess að styðja karlalandsliðið í handbolta.
Hann greinir frá þessu á Facebook.
Þar segist hann hafa farið í einangrun í Borgarnesi.
Ásmundur er þó hvergi banginn, borðar súrmat og fagnar því að finna bragð og lykt af ósköpunum.