Hrinur fyrir vestan rannsóknarefni

Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur og prófessor emerítus.
Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur og prófessor emerítus. mbl.is/Sigurður Bogi

Vart hefur orðið við skjálftahrinur á tveimur stöðum Vesturlandi að undanförnu. Að mati Páls Einarssonar, prófessors í jarðeðlisfræði, eru þær báðar tvær verð rannsóknarefni og áhugaverðir atburðir.

Önnur þeirra hófst í desember en upptök hennar má rekja til róta Sandfells um átta kílómetrum sunnan við Búrfell. Hún er sú stærsta á svæðinu síðan mælingar Veðurstofu hófust en Páll segir hana þó fremur smáa í sögulegu samhengi:

Horft upp eftir Hvítársíðu, í átt að Strút og Eiríkisjökli.
Horft upp eftir Hvítársíðu, í átt að Strút og Eiríkisjökli. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

„Það var skjálftahrina í Borgarfirði árið 1974 sem var töluvert stærri og stóð í marga mánuði. Þar fóru stærstu skjálftarnir yfir fimm stig, þeir skjálftar voru miklu stærri en þessir. Það voru innflekaskjálftar sem stöfuðu af þenslu í jarðskorpunni en sennilega ekki neinum kvikuhreyfingum.“

Páll telur sömu skýringu líklega eiga við um núverandi hrinu á sama innfleka.

„Þetta er ekki eldvirkt svæði. Engin ástæða er til þess að ætla að þetta sé tengt kvikuhreyfingum. Þetta er líklega ein af þessum innskjálftahrinum, sem við fáum nú annað slagið. Þetta er inni í fleka, þetta er ekki á flekaskilum, og heldur ekki á eldgosabelti Snæfellsness,“ segir Páll.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert