Tímabært að aflétta

Landspítalinn.
Landspítalinn. mbl.is

Run­ólf­ur Páls­son, fram­kvæmda­stjóri meðferðarsviðs og yf­ir­maður Covid-göngu­deild­ar Land­spít­al­ans, seg­ir að nú þurfi að leggja fram aðgerðaáætl­un um aflétt­ing­ar og það ætti að vera sam­vinnu­verk­efni sótt­varna­lækn­is, Land­spít­ala og heilsu­gæsl­unn­ar auk fleiri aðila. Einnig þurfi að finna brota­lam­ir inn­an kerf­is­ins og koma þeim í lag svo spít­al­inn standi það af sér að aflétta öll­um tak­mörk­un­um.

„Ég held að við á Covid-göngu­deild­inni þurf­um til dæm­is að draga úr þjón­ustu við þá sem finna ekki fyr­ir nein­um veik­ind­um svo við get­um ein­beitt okk­ur að þeim sem eru veik­ast­ir,“ seg­ir Run­ólf­ur.

Rök­in haldi ekki leng­ur

Bjarni Bene­dikts­son fjár­málaráðherra seg­ir að for­send­ur fyr­ir þeim sótt­varn­a­regl­um sem nú eru í gildi séu brostn­ar:

„Við verðum alltaf að taka það al­var­lega þegar við þrengj­um að frelsi fólks. Ef rök­in sem við notuðum til þess halda ekki leng­ur verðum við að bregðast við.“

Heil­brigðisráðherra og sett­ur for­stjóri Land­spít­al­ans birtu í gær grein þar sem þau sögðu að nú yrðu all­ar leiðir til aflétt­ing­ar sótt­varnaaðgerðum skoðaðar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert