Tímabært að aflétta

Landspítalinn.
Landspítalinn. mbl.is

Runólfur Pálsson, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs og yfirmaður Covid-göngudeildar Landspítalans, segir að nú þurfi að leggja fram aðgerðaáætlun um afléttingar og það ætti að vera samvinnuverkefni sóttvarnalæknis, Landspítala og heilsugæslunnar auk fleiri aðila. Einnig þurfi að finna brotalamir innan kerfisins og koma þeim í lag svo spítalinn standi það af sér að aflétta öllum takmörkunum.

„Ég held að við á Covid-göngudeildinni þurfum til dæmis að draga úr þjónustu við þá sem finna ekki fyrir neinum veikindum svo við getum einbeitt okkur að þeim sem eru veikastir,“ segir Runólfur.

Rökin haldi ekki lengur

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að forsendur fyrir þeim sóttvarnareglum sem nú eru í gildi séu brostnar:

„Við verðum alltaf að taka það alvarlega þegar við þrengjum að frelsi fólks. Ef rökin sem við notuðum til þess halda ekki lengur verðum við að bregðast við.“

Heilbrigðisráðherra og settur forstjóri Landspítalans birtu í gær grein þar sem þau sögðu að nú yrðu allar leiðir til afléttingar sóttvarnaaðgerðum skoðaðar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert