Tveir einstaklingar með örvunarskammt þurftu á gjörgæslu fyrir áramót. Annar í byrjun desember og hinn í byrjun nóvember. Báðir lögðust á gjörgæslu þegar innan við fjórtán dagar voru liðnir frá þriðju bólusetningunni. Þetta staðfestir Hildur Helgadóttir, verkefnastjóri farsóttarnefndar á Landspítala.
Mbl.is. greindi frá því í gær að samkvæmt niðurstöðum rannsóknarhóps Landspítala væri staðan á gjörgæslu mjög breytt síðan í byrjun faraldursins og að meðal annars hafi enginn sjúklingur sem hefur þegið örvunarskammt þurft á leggjast inn á gjörgæslu í faraldrinum. Sú frétt hefur nú verið leiðrétt.
Varðandi að þessar einstaklingar hafi ekki komið fram í niðurstöðum rannsóknarinnar segir Martin að í skýrslu hópsins séu skilgreiningar á því hvenær einstaklingur þurfi að hafa fengið þriðju bólusetninguna svo hann teljist sem þríbólusettur. Ef færri en 14 dagar eru liðnir frá örvunarbólusetningu þá telst sá ekki þríbólusettur strax.
Enginn hefur þurft að leggjast inn á gjörgæslu síðan að Ómíkron-afbrigðið varð ríkjandi 15. desember og enginn eftir að fjórtán dagar voru liðnir frá örvunarskammti.
Upphaflega kom einungis fram í fréttinni að sá sem lagðist á gjörgæslu í nóvember hefði fengið örvunarskammtinn degi áður. Nú er ljóst að sá sem lagðist á gjörgæslu í desember hafi einnig lagst á gjörgæslu þegar innan við 14 dagar voru frá örvunarskammtinum. Þar af leiðandi er minnst á hvorugt þessara tilfella í skýrslu rannsóknarhópsins.