Björgunarsveitir kallaðar út á fimm stöðum

Björgunarsveitir festa þakplötur í Vestmannaeyjum.
Björgunarsveitir festa þakplötur í Vestmannaeyjum. Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson

Fimm björg­un­ar­sveit­ir hafa verið kallaðar út á Suður­landi og suðvest­ur­horni lands­ins á síðasta klukku­tím­an­um til að festa þak­plöt­ur og grind­verk sem hafa verið að fjúka. App­el­sínu­gul viðvör­un er í gildi fram eft­ir degi á höfuðborg­ar­svæðinu, Suður­landi, Faxa­flóa, Aust­fjörðum og Suðaust­ur­landi.

Í Vest­manna­eyj­um hafa björg­un­ar­sveit­ar­menn staðið í ströngu við að festa niður þak­plöt­ur og grind­verk, líkt og sjá má á meðfylgj­andi mynd­um. Þá hef­ur þurft að festa niður þak­plöt­ur á bygg­inga­svæði í Ölfusi. Einnig hafa þök fokið af hest­húsi og geymslu­skúr­um.

Davíð Már Bjarna­son, upp­lýs­inga­full­trúi Lands­bjarg­ar, seg­ir í sam­tali við mbl.is að nán­ast öll út­köll­in hingað til hafi snúið að laus­um þak­plöt­um. Björg­un­ar­sveit­ir hafa verið að sinna slík­um verk­efn­um í Vest­manna­eyj­um, Hvera­gerði, Þor­láks­höfn, Grinda­vík og Hellu.

Björgunarsveitir hafa staðið í ströngu í Vestmannaeyjum.
Björg­un­ar­sveit­ir hafa staðið í ströngu í Vest­manna­eyj­um. Ljós­mynd/Ó​skar Pét­ur Friðriks­son

„Það var gert ráð fyr­ir versta veðrinu um og upp úr há­degi þannig að þetta pass­ar nú allt. Við hvetj­um fólk bara til að nýta dag­inn í ein­hver ró­leg­heit því verstu viðvar­an­irn­ar eru í gildi fram á kvöld. Endi­lega fylgj­ast með skila­boðum,“ seg­ir Davíð, en björg­un­ar­sveit­ir eru áfram í viðbragðsstöðu.

Þá bend­ir hann á að sér­stak­lega hafi verið varað við því að ekk­ert ferðaveður yrði víða um land og mikl­ar lík­ur séu á foki á lausa­mun­um.

„Fólk hef­ur bara var­ann á og ef það verður vart við ein­hver vand­ræði þá bara hring­ir það í neyðarlín­una og til­kynn­ir um það.“

Veður á mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert