Öxnadalsheiði hefur verið lokað vegna flutningabíls sem þverar veginn. Þetta segir í færslu Vegagerðarinnar á Twitter.
Óvissustig er á veginum vegna mjög slæmrar veðurspár og má búast við að vegurinn geti lokast með stuttum fyrirvara.
Öxnadalsheiði: Vegurinn er lokaður um stund vegna flutningabíls sem þverar veg. Óvissustig er á veginum vegna mjög slæmrar veðurspár síðdegis og í kvöld. Búast má við því að vegurinn geti lokast með stuttum fyrirvara. #færðin
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) January 25, 2022