Foráttuhvasst í Mýrdal

Appelsínugul veðurviðvörun mun taka gildi víða um landið í dag.
Appelsínugul veðurviðvörun mun taka gildi víða um landið í dag. Kort/Veðurstofa Íslands

App­el­sínu­gul­ar viðvar­an­ir munu taka gildi víða á land­inu í dag. Hvass­ast verður sunn­an­til á land­inu, und­ir Mýr­dals- og Vatna­jökli, og á Reykja­nesskaga. Lítið ferðaveður er og er fólk hvatt til að tryggja lausa­muni til að fyr­ir­byggja foktjón.

Þetta kem­ur fram á vef Veður­stof­unn­ar.

Veður mun versna á Norður­landi og Vest­fjörðum síðdeg­is, með 20-24 metr­um á sek­úndu og hríðarveðri um tíma með blindu. Meðal ann­ars á Holta­vörðuheiði og Bröttu­breku upp úr há­degi en á Öxna­dals­heiði um þrjú­leytið og al­veg til níu í kvöld.

Í Mýr­dal verður foráttu­hvasst og byljótt upp úr há­degi og þar til síðdeg­is. Það kem­ur einnig til með að hvessa suðaust­an­lands frá Jök­uls­ár­lóni og aust­ur á Aust­f­irði.

Gul viðvör­un er nú í gildi á höfuðborg­ar­svæðinu en bú­ist er við að hún breyt­ist í app­el­sínu­gula upp úr há­degi.

Veður­vef­ur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert