Foráttuhvasst í Mýrdal

Appelsínugul veðurviðvörun mun taka gildi víða um landið í dag.
Appelsínugul veðurviðvörun mun taka gildi víða um landið í dag. Kort/Veðurstofa Íslands

Appelsínugular viðvaranir munu taka gildi víða á landinu í dag. Hvassast verður sunnantil á landinu, undir Mýrdals- og Vatnajökli, og á Reykjanesskaga. Lítið ferðaveður er og er fólk hvatt til að tryggja lausamuni til að fyrirbyggja foktjón.

Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar.

Veður mun versna á Norðurlandi og Vestfjörðum síðdegis, með 20-24 metrum á sekúndu og hríðarveðri um tíma með blindu. Meðal annars á Holtavörðuheiði og Bröttubreku upp úr hádegi en á Öxnadalsheiði um þrjúleytið og alveg til níu í kvöld.

Í Mýrdal verður foráttuhvasst og byljótt upp úr hádegi og þar til síðdegis. Það kemur einnig til með að hvessa suðaustanlands frá Jökulsárlóni og austur á Austfirði.

Gul viðvörun er nú í gildi á höfuðborgarsvæðinu en búist er við að hún breytist í appelsínugula upp úr hádegi.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert