Fordæma hegðun Einars

Einar Hermannsson sagði af sér sem formaður SÁÁ á mánudag.
Einar Hermannsson sagði af sér sem formaður SÁÁ á mánudag. mbl.is/Arnþór Birkisson

Framkvæmdastjórn SÁÁ fordæmir hegðun fyrrverandi formanns samtakanna, Einars Hermannssonar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem framkvæmdastjórnin hefur sent frá sér. 

„Traust og trúnaður skjólstæðinga okkar, starfsmanna og landsmanna allra er lykillinn að tilveru SÁÁ. Undir því trausti viljum við rísa. Við munum ráðast í gagngera skoðun og nauðsynlegar umbætur á öllu okkar starfi og kappkosta að tryggja öryggi skjólstæðinga okkar sem margir eru í viðkvæmri stöðu,“ segir í yfirlýsingunni.

Þar kemur jafnframt fram að framkvæmdastjórn SÁÁ muni boða til fundar í aðalstjórn SÁÁ á föstudaginn, 28. janúar kl. 17.15, til að kjósa nýjan formann samtakanna.

„Umfram allt stöndum við með þolendum,“ segir að endingu í yfirlýsingu framkvæmdastjórnar SÁÁ.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert