Það er leiðindaveður á landinu og appelsínugular og gular viðvaranir í gildi. Að sögn Veðurstofu Íslands er varasamt ferðaveður og nauðsynlegt er að tryggja lausamuni til að fyrirbyggja foktjón.
Spáð er vestan stormi eða roki í dag, hvassast sunnantil á landinu, undir Mýrdals- og Vatnajökli og á Reykjanesskaga og þar megi einnig búast við miklum áhlaðanda.
Hér má fylgjast með lægðinni ganga fyrir yfir landið.