Hafísinn hefur nálgast landið

Hafís við Íslandsstrendur.
Hafís við Íslandsstrendur. mbl.is/Eggert

Hafísinn var um 14 sjómílur (26 km) vestnorðvestur af Straumnesi í gærmorgun. „Þarna eru hafísspangir og þéttleikinn í kringum 4/10 . Ísinn er orðinn alveg þéttur inni í spöngunum en svo er opið á milli þeirra,“ segir Ingibjörg Jónsdóttir, dósent í landfræði við HÍ.

Hún segir að skilyrði fyrir nýmyndun hafíss séu búnar að vera þarna undanfarnar tvær vikur. Um leið og vind lægir hefst heilmikil hafísmyndun.

Allur ísinn sem þarna er hefur myndast í vetur. Ingibjörg segir að mjög breytilegar vindáttir hafi verið á svæðinu og aðstæður breytist mjög hratt. Hún telur ólíklegt að hafísinn verði til vandræða næstu daga, þótt hann hafi færst nær landinu. Fiskiskip hafa verið að veiðum nálægt ísnum að undanförnu. Hann ætti að sjást ágætlega í ratsjá, að mati Ingibjargar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert