Verulegar breytingar verða á sóttkví en reglugerð þess efnis var samþykkt á ríkisstjórnarfundi í dag. Nú þurfa þeir sem útsettir eru fyrir smitum utan heimilis eingöngu að fara í smitgát og börn og unglingar eru algjörlega undanþegin reglum um smitgát.
Börn sæta sóttkví ef um smit á heimili er að ræða.
Nýju reglurnar taka gildi á miðnætti.
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir að þessar reglur muni breyta miklu en eins og staðan er í dag eru rúmlega 13 þúsund í sóttkví.
Ráðherra segir í samtali við mbl.is að þeir sem eru nú í sóttkví losni þaðan á miðnætti, hafi þeir verið útsettir fyrir smiti utan heimilis.
„Þessar breytingar munu hafa gífurleg áhrif á smitrakningu. Það hefur verið mikið álag á skólafólki að halda utan um hana en nú er hún bara frá,“ segir Willum en helmingur þeirra sem er í sóttkví núna eru börn og unglingar.
Ekki var tilkynnt um breytingar á samkomutakmörkunum en Willum hyggst kynna afléttingaáætlun á föstudag. Hann segir of snemmt að tjá sig eitthvað um hana á þessari stundu.
Með þeirri breytingu sem heilbrigðisráðherra hefur ákveðið verður sóttkví og smitgát með eftirfarandi hætti: