Alls greindust 1.539 kórónuveirusmit innanlands í gær og voru 52% þeirra í sóttkví við greiningu. 58 smit greindust virk á landamærunum í gær og voru 659 sýni greind alls.
Ríflega fimm þúsund einkennasýni voru greind í gær og um 2.400 sóttkvíarsýni
Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á covid.is.
Þar segir einnig að 11.744 séu í einangrun en engar tölur eru fáanlegar um hve margir eru í sóttkví. Er þar umtalsverðum breytingum á sóttkví, sem tóku gildi á miðnætti, líklega um að kenna.
Nú eru 38 á sjúkrahúsi með eða vegna veirunnar og þrír á gjörgæslu.