Íslendingar bíða nú spenntir eftir að leikur Danmerkur og Frakklands hefjist klukkan 19:30 í kvöld, enda ráðast örlög Íslands í lok leiks en ef Danir vinna fara Íslendingar í undanúrslit og mæta Spánverjum. Nái Frakkar sigri eða jafntefli leikur Ísland um fimmta sætið við Noreg.
Á Twitter má sjá fjölmarga lýsa spenningi sínum fyrir leiknum og hvetja danska liðið áfram.
Vi er røde vi er hvide!!!!!
— Bjarki Már Elísson (@bjarkiel4) January 26, 2022
Ég minni á aldalanga nýlendukúgun, maðkétið mjöl og einokunarverslun Dana. Mömmu fannst þeir líka dónalegir við Gumma okkar Gumm. Fyrir þetta allt má byrja að bæta í kvöld. Elsku Danir. ❤️🇮🇸
— þorgerður katrín (@thorgkatrin) January 26, 2022
Ef Danmörk tapar gegn Frakklandi þá tökum við dönsku úr námskrá strax á morgun
— Kolbrún Birna (@kolla_swag666) January 26, 2022
Fékk hugmynd að hætta kenna dönsku á öllu landinu í framhaldsskólum og grunnskólum ef þeir tapa i kvöld!! #emruv
— Özzi🇨🇲 (@ozzikongur) January 26, 2022
Ég sem dönskukennari er ekki viss um að mér sé óhætt að mæta í vinnuna á morgun ef danir tapa fyrir frökkum #emruv pic.twitter.com/uKzNCbmOol
— Maríanna Jónsdóttir (@jnsdtti1) January 26, 2022
#emruv#handbolti pic.twitter.com/HtePxBHXcO
— Golli - Kjartan Þorbjörnsson (@gollmundur) January 26, 2022
Ísland-danmörk sambandið akkúrat núna. pic.twitter.com/r6cIVGuKt4
— Vilhelm Neto (@VilhelmNeto) January 26, 2022
ég í hvert sinn ef danmörk verða marki undir í leiknum #emruv pic.twitter.com/CJ8ghSz6Ug
— Starkaður Pétursson™ (@starkadurpet) January 26, 2022
Í kvöld verð ég Dani í 60 mínútur. Vi er røde vi er hvide. #emruv #handbolti pic.twitter.com/rQByVosq5x
— Höllin er úrelt (@Nyjahollstrax) January 26, 2022
Kære danske håndbold 🙏 Vi beder om hjælp 🙏 mange tak - vi elsker dig! #emruv#Handball#danskehandball#emruv#håndbold
— Döggin (@VakanD) January 26, 2022
Halló Denmark🇩🇰 There will be no "Danish Days" in Hagkaup, one of our many matvöruverslanir, unless you win against Frakkland í kvöld, and no more smørrebrød á Jómfrúnni eða Kay Bojesen apar í Epal and we will demand to get our all of our handrit back as soon as asap🇮🇸 #emruv
— Kristján Gauti (@kristjangauti) January 26, 2022