Það eru allir að horfa á leik karlalandsliða Íslands og Svartfjallalands á Evrópumeistaramótinu í handknattleik, svo mikið er víst, enda allt undir.
Twitter lætur sitt ekki eftir liggja, frekar en fyrri daginn.
Hver setti mömmu Viktors Gísla á myndavélina? #emruv
— Rakel Anna (@RakelA_Boulter) January 26, 2022
Ég sem dönskukennari er ekki viss um að mér sé óhætt að mæta í vinnuna á morgun ef danir tapa fyrir frökkum #emruv pic.twitter.com/uKzNCbmOol
— Maríanna Jónsdóttir (@jnsdtti1) January 26, 2022
TVEGGJA MÍNÚTNA BROTTVÍSUN FYRIR KJAFT! Er setning sem ég vill sjá notaða oftar, t.d. á þingi, eða í kommentakerfinu #emruv #handbolti
— Katla, rekaviðarmálaráðherra (@KVTLV1) January 26, 2022
Ég vil það sem Ómar Ingi borðar í morgunmat??!? #emruv
— Inga Sóley Pálsdóttir (@ingsoley11) January 26, 2022
Held að Þráinn sé svona gaur sem er drullusama hvort hann sé að spila gegn Afturelding-B eða Mikkel Hansen. Geggjaður leikmaður. #emruv
— Björn Teitsson (@bjornteits) January 26, 2022
Listkennsla við LHÍ < Leikurinn #emruv #fotbolti #íslenskaþjóðarsálin pic.twitter.com/WRNBXq07gO
— Gunnur Martinsdóttir Schlüter (@gunnurms) January 26, 2022
Það er svo mikið Life Hack að Gummi þjálfari sé svona lágvaxinn því hann getur bara staðið í miðjunni og allir hávöxnu leikmenn okkar sjá allt sem hann er að segja #emruv
— Fannar Swift 🧣 (@fannarapi) January 26, 2022
Ef Danmörk vinnur í kvöld þá lofa ég að borða bara danskan mat í viku #emruv
— Valtýr Auðbergsson (@valtyr) January 26, 2022
Bjarki Már er Mikkel Hansen kúgaða fólksins
— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) January 26, 2022
Þráinn er sko ekki dáinn #EMruv
— Brynhildar saga Valkyrju (@BrynhildurYrsa) January 26, 2022
I want you to draw me like on of your French girls 🙈 #emruv pic.twitter.com/roFO5oJ9K1
— Lilja Björg (@LiljaBjorg) January 26, 2022
Við þurfum einhverja nýstárlega leið til að taka hornamann úr umferð.
— Jóhann Óli Eiðsson (@jedissson) January 26, 2022
embodiment of liggja á grúfu pic.twitter.com/sJyGpVqzYh
— 🦲 Birkir (@birkirh) January 26, 2022
Er rétt munað hjá mér ef við vinnum með 25 mörkum þá erum við sjálfkrafa orðnir Evrópumeistarar?
— Árni Torfason (@arnitorfa) January 26, 2022
Þrátt fyrir 8 marka mun okkur í vil líður mér eins og við séum að tapa. Hvað er að mér? #EMruv
— Brynhildar saga Valkyrju (@BrynhildurYrsa) January 26, 2022
Takk pic.twitter.com/sQtvN1ZoNg
— Baldvin Freyr (@baddi_freyr) January 26, 2022
Það stefnir allt í að örlög Íslands verða aftur í höndunum á flúruðum Dana en slíkt hefur ekki gerst síðan Friðrik IX ríkti yfir Danaveldi og Íslandi til ársins 1945. pic.twitter.com/1hgyunjumg
— Magnús H. Jónasson (@Maggih90) January 26, 2022
Hvað segið þið á Newton ekkert í þennan mann? 🤸♂️ pic.twitter.com/YFurTLYhNP
— 🦲 Birkir (@birkirh) January 26, 2022
ég er bjarki í dag pic.twitter.com/XDVLFaK1RJ
— Tómas (@tommisteindors) January 26, 2022
Miðað við stöðuna í hálfleik þá ræðst það í kvöld hvort öllum takmörkunum verði aflétt á morgun. Það verður einhverskonar sturlunarástand ef þjóðin þarf að taka undanúrslit með takmarkanir í gangi.
— Jóhann Óli Eiðsson (@jedissson) January 26, 2022
love to see it pic.twitter.com/xXcDJC7HvV
— 🦲 Birkir (@birkirh) January 26, 2022
Set vínið í kæli ef við skildum vinna. Set vínið í kæli ef við skildum tapa. Tek enga sjénsa #emruv
— Kristín Lea (@KristinLeas) January 26, 2022
Það er spaug hvað þessir strákar eru að afreka á mótinu. Ólýsanlega góðir.
— Daníel Smári Magnússon (@danielmagg77) January 26, 2022
Djöfull sem að ég samgleðst líka Gumma, sem að sigldi heldur betur á móti straumnum þegar að vaxtaverkirnir voru sem verstir. Algjörlega geggjaður 👑 pic.twitter.com/cu7HAVwzRr
Aron Pálmars að taka Paul Pierce í úrslitaseríunni vs Lakers 2008 á þetta.
— Hrafnkell Freyr Ágústsson (@hrafnkellfreyr) January 26, 2022
Óli Stef í mislituðum sokkum, það boðar lukku
— Kolbrún Birna (@kolla_swag666) January 26, 2022
Svartfellingar eru að breytast í útfellingar.#emruv#handbolti
— Golli - Kjartan Þorbjörnsson (@gollmundur) January 26, 2022
Hvíla Ómar Inga takk!
— Guðmundur Egill (@gudmegill) January 26, 2022
Það hefur nátturulega aldrei neitt lið í sögu íþrótta unnið kappleik í þessum græna lit
— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) January 26, 2022
Hver er Þráinn? Líður stundum eins og ég sé kominn á ættarmót þegar ég horfi á landsliðið. Mætir alltaf nýr frændi sem ég er ekki viss um hver er... #emruv
— Kristján I. Gunnars (@Kristjan_Ingi) January 26, 2022
Inn á með Duranona
— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) January 26, 2022
Dimmt yfir Svartfjallalandi þessa stundina.#emruv#handbolti
— Golli - Kjartan Þorbjörnsson (@gollmundur) January 26, 2022
Cue allir í hálfleik á Íslendingabók að tékka hvort Viktor Gísli sé fjarskyldur frændi þeirra
— Kolbrún Birna (@kolla_swag666) January 26, 2022
Evróputitlar með félagsliðum:
— Ingvi Þór Sæmundsson (@ingvithors) January 26, 2022
Óli 6
Karabatic 3
Vujovic 4
Wislander 2
Balic 0 https://t.co/MRnF5WoD9t
Veit einhver hvað nákvæmlega er að hjá Aroni ? #EMruv
— Sveinn Arnarsson (@SveinnArnarsson) January 26, 2022
Velkominn úr einangrun Bjarki Már!!!
— Elín Margrét Böðvars (@Elinmargret) January 26, 2022
Mig dreymdi í nótt að Ísland væri með 5 leikfæra menn og Guðmundur fór sjálfur í markið. Staðan var 3-15 Svartfellingum í vil þegar ég vaknaði frá þessari martröð.
— Siggeir F. Ævarsson (@siggeirslayer) January 26, 2022
Mér líst ekkert á að Aron hafi plantað sér fjærst skiptisvæðinu á varamannabekknum.
— Jóhann Óli Eiðsson (@jedissson) January 26, 2022
Það eru ekki margir sem vita það en þessi hraða útsetning á íslenska þjóðsöngnum kom fyrst út á plötunni Strumpastuð 5 árið 1997 #emruv #emruv2022
— Kristján Freyr (@KrissRokk) January 26, 2022
Bjarki greinilega ánægður að losna úr einangrun. #emruv #handbolti
— Golli - Kjartan Þorbjörnsson (@gollmundur) January 26, 2022
Og við erum bara búin að vera án eins besta leikmann heims í milliriðlinum😅 værum örugglega pottþett í undanúrslitum með Aron heilan allan tímann.
— Steingrímur Gulllax (@Arason_) January 26, 2022