Tveir Danir hlutu fyrsta vinning í Víkinglottó í kvöld. Fá þeir því hvor um sig vinning sem hljóðar upp á tæpar 640 milljónir króna.
Enginn var aftur á móti með annan vinning, sem voru rúmar 42 milljónir króna.
Tveir Íslendingar unnu þriðja vinning kvöldsins og fá hvor um sig rúma eina milljón króna. Voru þeir miðar keyptir á bensínstöð N1 við Hringbraut og í Lottó appinu.
Þrír Íslendingar voru með fjórar réttar tölur í Jóker. Einn keypti miðann í Vídeómarkaðinum í Hamraborg, einn í Lottó appinu og var sá síðasti í áskrift. Fær hver um sig hundrað þúsund krónur fyrir vikið.