Gul viðvörun vegna veðurs er nú í gildi fyrir Vestfirði, landið norðan- og austanvert. Að sögn Veðurstofu Íslands má búast við norðvestan stormi eða roki á norðan- og austanverðu landinu á föstudagskvöld og fram að hádegi laugardags. Auk þess er gert ráð fyrir hríð norðanlands.
Búast má við lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám.