Einn var fluttur á slysadeild um níuleytið í kvöld eftir harðan árekstur á gatnamótum Bústaðavegar og Háaleitisbrautar í Reykjavík.
Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var um tveggja bíla árekstur að ræða en er nú búið að hreinsa vettvang.