Skerðingar í meðalárum

Ef raf­orku­notk­un eykst eins og op­in­ber­ar spár gera ráð fyr­ir eru lík­ur á að draga þurfi úr af­hend­ingu skerðan­legr­ar orku í meðal­vatns­ári strax á næsta ári. Ekki aðeins í lé­legu vatns­ári eins og nú er og hef­ur leitt til skerðing­ar á orku­af­hend­ingu til stór­not­enda sam­kvæmt samn­ing­um um skerðan­lega orku. Það er niðurstaða grein­ing­ar á afl- og orkuþörf sem er á loka­stigi hjá Landsneti.

Staðan verður mun verri ef áform um orku­skipti eða aukn­ing á fyr­ir­tækja­markaði verður um­fram spár eins og bú­ast má við vegna mik­ill­ar eft­ir­spurn­ar eft­ir grænni raf­orku og stefnu stjórn­valda um orku­skipti í sam­göng­um.

Frétt af mbl.is

Styrkja þarf flutn­ings­kerfið

Grein­ing Landsnets grund­vall­ast á gild­andi raf­orku­spá stjórn­valda og þeirri staðreynd að ekki eru að bæt­ast við stór­ar virkj­an­ir á næstu árum. Hins veg­ar get­ur vel verið að lands­menn sleppi fyr­ir horn, ef úr­koma verður mik­il og Lands­virkj­un fær mjög góð vatns­ár á kom­andi árum.

Landsnet tel­ur að með styrk­ingu flutn­ings­kerf­is­ins megi bæta stöðuna tals­vert. Guðmund­ur Ásmunds­son for­stjóri seg­ir að kerfið sé of þungt lestað og við það tap­ist orka. Þá tak­marki kerfið mögu­leika á að full­nýta virkj­an­ir. Sam­tals svar­ar þetta til afls einn­ar virkj­un­ar á stærð við raf­orku­fram­leiðslu Svartseng­is á Reykja­nesi.

Stefn­ir í aflskort

Grein­ing Landsnets á afl­jöfnuði bend­ir til þess að það stefni hratt í aflskort í land­inu, það er að segja að virkj­an­ir anni ekki þörf. Há­marks­álag nálg­ast upp­sett afl í virkj­un­um og spáð er að því marki verði náð árið 2024. Er það tal­in óæski­leg staða í raf­orku­kerf­um, að ekki sé borð fyr­ir báru og nauðsyn­legt sé að keyra nýj­ar og gaml­ar afl­stöðvar alltaf á fullu afli.

Staðan í virkj­un­um bæt­ist við orku­skort­inn og mun að mati Landsnets leiða til sí­auk­inna skerðinga raf­orku­af­hend­ing­ar á næstu árum vegna bil­ana og reglu­bund­ins viðhalds í raf­orku­kerf­inu. Það leiðir til vax­andi keyrslu vara­véla og katla sem brenna olíu. Þá verður vanda­samt að ráða við stærri trufl­an­ir vegna óveðurs eða bil­ana í stór­um virkj­un­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert