Best að virkja á Suðurlandi

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. mbl.is/Árni Sæberg

Forstjóri Landsvirkjunar telur æskilegt að næsta virkjun verði á Suðurlandi. Ástæðan er sú að mesta álagið er á virkjunum þar og mesta eftirspurn eftir orku. Hvammsvirkjun er eini stóri orkukosturinn á þessu svæði sem hægt er að ráðast í, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Landsvirkjun er að þróa og undirbúa allmarga virkjanakosti, bæði til allra næstu ára og lengra fram í tímann.

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að nokkrir orkukostir sem eru í nýtingarflokki rammaáætlunar séu langt komnir í undirbúningi. Engar ákvarðanir hafi þó verið teknar um að ráðast í framkvæmdir.

Hann nefnir fyrst Hvammsvirkjun í neðri hluta Þjórsár. Hún er langt komin í undirbúningi og sótt var um virkjanaleyfi hjá Orkustofnun um mitt síðasta ár. Svar hefur ekki borist. Ef stjórn Landsvirkjunar ákveður í ár að ráðast í þessa framkvæmd munu líða um fimm ár þangað til hægt verður að taka hana í notkun, eða 2027. Hörður segir að nægur markaður sé fyrir orku frá Hvammsvirkjun.

Sömu sögu er að segja um stækkun Þeistareykjavirkjunar á Norðausturlandi. Þar eru öll leyfi fyrir hendi en samt myndi taka 4-5 ár að virkja, eftir að ákvörðun er tekin. Þriðja verkefnið er þrjár litlar aflstöðvar á veituleið Blönduvirkjunar. Það verkefni er í bið vegna veikleika í flutningskerfi raforku. Sömuleiðis eru vindorkuáform Landsvirkjunar strand í ferli rammaáætlunar. Önnur orkufyrirtæki eru ekki með mikið á prjónunum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert