Eldur í smárútu í Hafnarfirði

Morgunblaðið/Eggert

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á tólfta tímanum í dag vegna elds í smárútu í Helluhverfinu í Hafnarfirði. Engin mikil hætta var á ferðum en eldurinn virtist hafa kraumað í rútunni í einhvern tíma. 

Slökkviliðsmenn eru nú á svæðinu og vinna að því að ráða niðurlögum eldsins. 

Fleiri verkefni hafa komið inn á borð slökkviliðsins í morgun en um klukkan hálf ellefu  valt bíll við Reynisvatn og sendi slökkviliðið sjúkrabíl á vettvang til öryggis. Ekki er vitað um slys á fólki. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert