Nýgengið nálgast 5.000

Frá skimun við Suðurlandsbraut.
Frá skimun við Suðurlandsbraut. mbl.is/Karítas

1.213 kórónuveirusmit greindust innanlands í gær. 50% hinna smituðu voru í sóttkví við greiningu. Nýgengi innanlandssmita á hverja 100.000 íbúa síðastliðna 14 daga nálgast 5.000, það er nú 4.986 og hefur aldrei verið hærra.

3.887 einkennasýni voru tekin í gær og 1.179 sóttkvíarsýni. 

309 smit greindust á landamærunum og voru þar greind 1.116 sýni. 

11.297 manns eru nú í einangrun og 6.726 í sóttkví. 147 eru í skimunarsóttkví.

37 liggja á sjúkrahúsi, þar af þrír á gjörgæslu. 

Ríkisstjórnin kynnir nú klukkan hálf tólf fyrirhugaðar afléttingar á sóttvarnaaðgerðum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert