Sex mánaða fangelsi og 60 milljóna króna sekt

mbl.is/Kristinn Magnússon

Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í vikunni karlmann í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum og peningaþvætti í einkahlutafélagi sem hann stýrði.

Auk þess var maðurinn dæmdur til að greiða 60 milljóna króna sekt til ríkissjós.

Var hann fundinn sekur um að hafa ekki staðið skil á staðgreiðslu opinberra gjalda á lögmæltum tíma að upphæð tæpum 30 milljónum króna frá desember 2018 til janúar 2020.

Við þingfestingu málsins óskaði maðurinn ekki eftir skipun verjanda og viðurkenndi skýlaust brot sín.

Dómari taldi sex mánaða skilorðsbundinn dóm hæfilega refsingu, vegna skýlausrar játningar mannsins og vegna þess að hann hefur ekki áður sætt refsingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert