Stjórnvöld þurfi að bæta tjónið

Tómar götur í miðbænum.
Tómar götur í miðbænum. Ljósmynd/Lögreglan

Sam­tök fyr­ir­tækja í veit­ing­a­rekstri (SVEIT) fagna fyrstu skref­um aflétt­inga á sam­komu­banni en harma að ekki skuli gengið lengra í frels­isátt. 

Fram kem­ur í yf­ir­lýs­ingu frá sam­tök­un­um að á und­an­förn­um mánuðum hafi veit­inga­hús orðið fyr­ir gríðarlegu tjóni vegna ákv­arðana stjórn­valda og neyðarástand skap­ast í grein­inni. Brýnt sé að stjórn­völd bæti tjónið með viðeig­andi aðgerðum. Ljóst sé að launa­greiðslur um mánaðamót­in verði mjög þung­ar.

„Rekstr­araðilar hafa bar­ist í bökk­um vegna sam­komutak­mark­ana und­an­far­in tvö ár, en reynt með öll­um ráðum til að halda sér á floti. Þetta hafa flest­ir rekstr­araðilar gert með ómældu vinnu­fram­lagi,  skuld­setn­ingu eða tæmt vara­sjóði sína. Á síðastliðnum 689 dög­um hafa veit­inga­hús starfað við fullt frelsi í ein­göngu 34 daga, en ann­ars hafa stjórn­völd skert frelsi þeirra til tekju­öfl­un­ar. Eng­in at­vinnu­grein þolir slík­ar skorður á sinni starf­semi og nokkr­ar góðar vik­ur bæta á eng­an hátt það tjón sem orðið hef­ur á und­an­förn­um tveim­ur árum vegna fyr­ir­mæla stjórn­valda, sem gjarn­an hef­ur hert tök­in án fyr­ir­vara,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni. 

Gengið sé á stjórn­ar­skrár­var­in rétt­indi 

Fram kem­ur í yf­ir­lýs­ing­unni að SVEIT harmi það að „gengið sé á stjórn­ar­skrár­var­in rétt fólks til at­vinnu­frels­is, án eðli­legra skaðabóta. Það er krafa SVEIT að tjónið verði bætt á sann­gjarn­an hátt áður en það verður of seint fyr­ir fleiri fyr­ir­tæki í grein­inni.“

Enn frem­ur seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni að ófyr­ir­sjá­an­leiki, lang­ur viðbragðstími og óviðun­andi starfs­um­hverfi fyr­ir­tækja á veit­inga­markaði sök­um sam­komu­banns sé til skamm­ar „í okk­ar „frjálsa hag­kerfi“ og lýðræðis­lega sam­fé­lagi.“  

Í yf­ir­lýs­ing­unni seg­ir um frum­varp fjár­málaráðherra um fram­leng­ingu á al­menn­um viðspyrnustyrkj­um fyr­ir­tækja; 

„SVEIT fagn­ar slíkri fyr­ir­ætl­an, en tel­ur ætlaðan stuðning á eng­an hátt í sam­ræmi við skaðann. Há­marks­bæt­ur eru ekki í sam­ræmi við þann fjár­hags­vanda sem meiri­hluti veit­ingastaða eru komn­ir í. Ekki er held­ur tekið til­lit til hækk­un­ar launa­kostnaðar, ann­ars rekstr­ar­kostnaðar og hækk­un­ar op­in­berra gjalda á grein­ina, sem  hef­ur aukið byrðar veit­ingastaða. Þrepa­skipt skil­yrði fyr­ir skaðabót­um vegna tekjutaps eru ekki byggð upp með rétt­um hvata. 

„Það er með öllu óá­sætt­an­legt að eft­ir þriggja mánaða tíma­bil harðra sam­komutak­mark­ana sé eina aðstoð  frest­un staðgreiðslu og trygg­ing­ar­gjalds. Gálga­frest­ur sem leys­ir ekki vand­ann held­ur frest­ar hon­um.  Eft­ir tveggja ára bar­áttu er sárið stærra en svo, að það verði lagað með plástri.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert