34 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19. Þrír eru á gjörgæslu, allir í öndunarvél.
35 lágu á spítala með Covid-19 í gær og hefur því fækkað um einn á milli daga.
Þetta kemur fram á vef spítalans.
10.106 sjúklingar eru í Covid-göngudeild spítalans (í fyrsta skipti yfir 10 þúsund frá upphafi faraldurs), þar af 3.273 börn.