Búningaskipti hjá Icelandair

Í lágflugi yfir Reykjavíkurflugvelli.
Í lágflugi yfir Reykjavíkurflugvelli. mbl.is/Árni Sæberg

Fyrsta þota Icelandair í nýjum búningi tók lágflug yfir Reykjavíkurflugvöll og lenti í myrkri um klukkan 18 á Keflavíkurflugvelli.

Með nýju litaþema vill Icelandair koma anda Íslands á framfæri.

„Þar sem við eyðum umtalsverðum tíma fljúgandi um loftin blá, lá beinast við að horfa til himins og landsins úr lofti þegar velja átti nýja liti, meðal annars til norðurljósanna,“ segir á heimasíðu félagsins um hið nýja útlit vélanna. Allar vélar flotans munu skarta nýju útliti bráðlega.

Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 2006 sem útliti þeirra er breytt. Vélin á myndinni er TF-ICE af gerðinni Boeing 737 MAX 8. Flaug hún til landsins frá Norwich í Bretlandi. Litirnir í stélum vélanna verða fimm. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert