Glitský á himni á Húsavík

Í forgrunni sjást möstur skonnortanna Ópal og Donnu Wood sem …
Í forgrunni sjást möstur skonnortanna Ópal og Donnu Wood sem liggja í Húsavíkurhöfn. mbl.is/ Hafþór Hreiðarsson

Á Húsavík mátti sjá glitský á himni síðdegis í dag. 

Glitský sjást hlest um miðjan vetur við sólaruppkomu eða sólarlag. Kjörskilyrði til myndunar þeirra er þegar mikill kuldi myndast á heiðhvolfinu, eða á bilinu -70 til -90 gráður á celsíus. 

Skýin eru mynduð úr ískristöllum sem beygja sólarljósið og mynda þannig kærkomna litadýrð í rökkrinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert