Leikhússýningar í Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu hefjast aftur næsta föstudag eftir að hafa legið niðri í rúmlega mánuð vegna hertra samkomutakmarkana.
Með nýjum reglum sem tóku gildi á miðnætti er búið að gefa heimild fyrir 500 manna samkomum með eins metra nándarreglu á milli óskyldra aðila, áfram ríkir grímuskylda.
„Við erum ákaflega spennt í að fá gesti í leikhúsið aftur og getum ekki beðið eftir því að lífið færist hægt og rólega aftur í samt horf. Við viljum nota tækifærið og þakka leikhúsgestum okkar þolinmæðina og skilninginn,“ segir í tilkynningu á vef Þjóðleikhússins.