Mæðgur í 15 ára bann frá Hundaræktarfélaginu

Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. AFP

Siðanefnd Hundaræktarfélags Íslands (HRFÍ) hefur hefur vísað mæðgum, sem ræktað hafa Schäfer hunda, í 15 ára bann frá allri þátttöku í félaginu. 

Úrskurðurinn tekur til sex brota meðal annars að hafa skráð vísvitandi ranga ræktunartík á nokkur pörunarvottorð við umsókn um ættbókarskráningu gota, að hafa brotið gegn skyldum sínum sem ræktendur með því að mæta ekki með hunda í lífsýnatöku til sönnunar á ætterni.

Þá eiga mæðgurnar einnig að hafa brotið gegn framkvæmdastjóra félagsins með meiðyrðum með því að saka hann um refsiverða háttsemi og freklega varpa rýrð á störf hans í þágu félagsins.

Héraðsdómur vísaði málinu frá

Mæðgurnar eru sviptar ræktunarnafni sínu Gjóska og útilokaðar frá rétti til að fá afhent ættbókarskírteini frá HRFÍ í 15 ár.

Stjórn HRFÍ kærði mæðgurnar til siðanefndar en héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í vikunni frá máli sem mæðgurnar höfðuðu gegn HRFÍ. Mæðgurnar vildu meðal annars að dómstóllinn dæmdi ógildan úrskurð siðanefndar, sem var þá ekki búin að kveða upp úrskurð sinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert