Skjálftar yfir þrír að stærð nálægt Grímsey

Grímsey norður í höfum.
Grímsey norður í höfum. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Á þriðja tímanum í nótt mældust tveir skjálftar yfir 3 að stærð norður af landinu. Kl 2:35 og 2:40 urðu tveir skjálftar um 11 km SSA af Grímsey, sá fyrri 3.3 að stærð og sá seinni 3.5.

Veðurstofunni hafa ekki borist tilkynningar að skjálftarnir hafi fundist.

Nokkrir smærri eftirskjálftar hafa mælst í kjölfarið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert