Tveir með aðalvinning

Tveir voru með allar tölur réttar í þetta sinn.
Tveir voru með allar tölur réttar í þetta sinn. Mynd/Lottó

Tveir voru með allar tölur réttar þegar dregið var út í Lottó í kvöld og komu 4.767.730 krónur í hlut hvors. Annar vinningsmiðinn var keyptur í Lottó-appinu og hinn var í áskrift.

Einn miðaeigandi var með annan vinning, fjórar af fimm tölum réttar og fær 418.220 krónur. Sá miði var keyptur í Lottó-appinu.

Tölurnar voru að þessu sinni: 1, 4, 11, 22 og 25. Bónustalan var 35.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert