Veitingastaður braut sóttvarnareglur

Lögregla hafði afskipti af rekstri veitingastaðar í miðbæ Reykjavíkur klukkan níu í gærkvöldi vegna brota á reglum um lokun samkomustaða og starfsemi vegna sérstakrar smithættu.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu, þar sem farið er yfir helstu verkefni gærkvöldsins og næturinnar en rýmkaðar sóttvarnareglur tóku gildi á miðnætti.

Nóttin var frekar róleg en þrír ökumenn voru stöðvaðir réttindalausir eða undir áhrifum ávanabindandi efna. 

Einn ökumaður var stöðvaður á fyrsta tímanum í Garðabæ en hann reyndist réttindalaus. Bifreiðin var í eigu fyrirtækis og lagði lögregla hald á bíllykla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert