890 smit innanlands

Frá röð í sýnatöku.
Frá röð í sýnatöku. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í gær, laugardaginn 29. janú­ar greind­ust 934 með Covid-19 smit, þar af greind­ust 44 sem landa­mæra­smit. Smit­in inn­an­lands voru því 890 og af þeim voru 374 í sótt­kví.  

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá al­manna­vörn­um en ekki hafa færri smit greinst síðan 9. janúar.

Fjöldi þeirra sem eru í ein­angr­un og hversu mörg PCR sýni voru tek­in í gær, kem­ur fram á covid.is þegar heimasíðan verður upp­færð á morgun.

Eins og áður þá telj­ast þess­ar töl­ur sem send­ar eru út um helg­ar, sem bráðabirgðatöl­ur.  

Fréttin var uppfærð en rangar tölur bárust fyrst frá almannavörnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert