Gular veðurviðvaranir taka gildi klukkan tíu í dag á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum og Ströndum og Norðurlandi vestra og eru þær í gildi til klukkan sex. Spár gera ráð fyrir töluverðum vindi og dimmum éljum.
Á höfuðborgarsvæðinu er spáð 13-20 m/s og dimmum éljum með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum.
Sama á við um hina landshlutana en vakin er athygli á því að færð gæti orðið léleg á fjallvegum, til að mynda Öxnadalsheiði og Hellisheiði.
Hægara og úrkomuminna verður austantil í dag. Dregur úr vindi og éljum í kvöld og kólnar í veðri.