Fella niður flug og vegir illfærir

Innanlandsvél Icelandair.
Innanlandsvél Icelandair. mbl.is/Sigurður Bogi

Vonskuveður sem gengur yfir landið hefur áhrif á innanlandsflug en Icelandair felldi niður flug frá Reykjavík til Ísafjarðar.

Auk þess er seinkun á flugi frá Reykjavík til Akureyrar og Egilsstaða, vegna veðurs í Reykjavík að sögn Ásdísar Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa Icelandair. Hún segir flugin þó enn á áætlun.

Veður hefur ekki enn haft nein áhrif á millilandaflug Icelandair en vel er fylgst með þróun mála.

Þungt færi á fjallvegum

Veður er farið að setja svip sinn á færð á vegum en óvissustig er á Öxnadalsheiði og gæti lokast með stuttum fyrirvara, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar.

Svona er staðan á Öxnadalsheiðinni.
Svona er staðan á Öxnadalsheiðinni. Ljósmynd/Vegagerðin

Það féll snjóflóð í Bjarnadal norðanverðri í Gemlufallsheiði á Vestfjörðum og lokar vegi. Þungfært á Hálfdán. Ófært er norður í Árneshrepp en Dynjandisheiði er lokuð.

Á öðrum þjóðvegum er þæfingum, snjóþekja eða hálka.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert