Umfangsmikil leit stendur yfir á Seltjarnarnesi og hafa björgunarsveitir verið ræstar út. Þetta staðfestir slökkvilið höfuðborgarsvæðisins í samtali við mbl.is.
Uppfært kl. 07:00: Sá sem leitað var að fannst eftir nokkurra mínútna leit, heill á húfi.
Sést hefur til fjölda lögreglubíla á svæðinu, þar af fimm sem lagðir eru við íþróttahúsið og þrjá keyrandi um, að sögn sjónarvotta. Einnig hefur sést til lögreglumanna leitandi með vasaljós í sjónum við Norðurströnd.
Landhelgisgæslan staðfestir í samtali við mbl.is að aðgerðin sé á vegum lögreglunnar og segist munu stökkva til ef svo ber undir.
Hvorki náðist í lögregluna á höfuðborgarsvæðinu né Landsbjörg við vinnslu fréttarinnar en vænta má frekari upplýsinga að morgni.