Sendu yfirlýsingu vegna ákalls Stígamóta

Rauða Regnhlífin biðlar til Stígamóta að þau í þeirra réttindabaráttu …
Rauða Regnhlífin biðlar til Stígamóta að þau í þeirra réttindabaráttu fórni ekki hagsmunum þeirra sem lifa af því að selja kynlífsþjónustu. mbl.is

Rauða regnhlífin, hagsmunasamtök sem berjast fyrir öryggi og réttindum fólks í kynlífsvinnu á Íslandi, sendu frá sér yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni vegna ákalls Stígamóta til harðari refsistefnu fyrir kaup á kynlífsþjónustu. Samtökin styðja skaðaminnkun og vilja binda enda á fordóma gegn fólki sem selur kynlíf.

„Rauða Regnhlífin biðlar til Stígamóta að þau í þeirra réttindabaráttu fórni ekki hagsmunum þeirra sem lifa af því að selja kynlífsþjónustu. Það er hægt að styrkja og berjast fyrir sínum málstað án þess að stefna öðrum hópum í hættu,“ segir í yfirlýsingunni.

Stígamót eru grasrótarsamtök sem berjast gegn kynferðisofbeldi og veita aðstoð fyrir fólk sem hefur verið beitt kynferðisofbeldi. Í yfirlýsingunni tekur Rauða regnhlífin fram að markhópur Stigamóts er fólk sem lent hefur í ofbeldi og vænta má að samtökin heyra fjölda sagna af lífsreynslu fólks sem eru þolendur vændis á einn eða annan hátt.

Einnig segir að þegar samtök sem eru til staðar til þess að styðja við þolendur ofbeldis kalla eftir aukinni refsingu fyrir kaup á kynlífi í stað þess að kalla eftir aukinni virðingu og réttindum fyrir þau sem selja eða selt hafa kynlíf eru þau eingöngu að gera líf þeirra sem nú selja kynlíf erfiðara.

„Kynlífsvinna er ekki einstök að því leyti að kynferðisofbeldi grasserar þar, líkt og í öllum geirum samfélagsins. Þó eru réttindi þeirra sem selja kynlífsþjónustu skert, bæði í réttarkerfum landsins eins og í almennri þjónustu samfélagsins.“

Hægt er að lesa yfirlýsinguna í heild sinni hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert