Súðavíkurhlíð lokuð vegna snjóflóðahættu

Súðavíkurhlíð er lokuð vegna snjóflóðahættu.
Súðavíkurhlíð er lokuð vegna snjóflóðahættu. Ljósmynd/Halldór Sveinbjörnsson

Öxnadalsheiði er komin á óvissustig og gæti lokast tímabundið með stuttum fyrirvara vegna veðurs. Þá er Súðavíkurhlíð lokuð vegna snjóflóðahættu.

Þetta segir í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar. 

Snjóþekja og skafrenningur eru á Brattabrekku en hálka og stórhríð á Holtavörðuheiði.

Snjóþekja eða hálka er á öðrum vegum ásamt éljagangi eða skafrenningi. Vegfarendur eru beðnir um að fara með gát þar sem skyggni er víða slæmt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert