Mæðgurnar telja HRFÍ hafa eyðilagt mannorð þeirra

Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. AFP

Mæðgur, sem Siðanefnd Hunda­rækt­ar­fé­lags Íslands (HRFÍ) hef­ur vísað úr HRFÍ í 15 ár, eru afar ósátt­ar við stjórn fé­lags­ins og telja hana gera allt til að mál þeirra fái ekki efn­is­lega meðferð fyr­ir dóm­stól­um. Þetta kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu frá lög­manni móður­inn­ar sem mbl.is hef­ur und­ir hönd­um.

„Ný stjórn HRFÍ hef­ur náð að eyðileggja mann­orð mæðgna, borið þær röng­um sök­um og lagt í rúst um 30 ára mjög kostnaðarsamt áhuga­mál móður sem er menntaður bú­fræðing­ur og tamn­inga­kona,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni.

Þá seg­ir að móðirin hafi ræktað ís­lenska fjár­hund­inn og staðið að inn­flutn­ingi á 15 Schä­fer hund­um, unnið til a.m.k. 70 heiðurs­rækt­un­ar­verðlauna og nærri 100 hund­ar frá rækt­un henn­ar orðið meist­ar­ar.

Í yf­ir­lýs­ing­unni er lagt áherslu á að all­ir hund­arn­ir eru hrein­ræktaðir en úrsk­urður Siðanefnd­ar tek­ur til sex brota mæðgn­anna.

Al­var­legra en van­fóðrun eða dýr­aníð

Móðirin ger­ir at­huga­semd við það að Daní­el Örn Hinriks­son formaður HRFÍ telji brotið vera al­var­leg­asta brota­mál fyrr og síðar, „al­var­legra en t.d. van­fóðrun eða dýr­aníð.“

„Að mati móður væri gam­an að formaður upp­lýsti um sín af­rek hjá fé­lag­inu önn­ur en ráðast á eig­in fé­laga með ófriði og illind­um,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni en mæðgurn­ar eru meðal ann­ars taln­ar hafa brotið gegn fram­kvæmda­stjóra HRFÍ með meiðyrðum með því að saka hann um ref­is­verða hátt­semi og frek­lega varpa rýrð á störf hans í þágu fé­lags­ins. 

Þá seg­ir að Daní­el hafi gert það eitt af sín­um fyrstu verk­um í stjórn að kæra mæðgurn­ar fyr­ir meinta rang­skrán­ingu en telja þær að hann vissi að all­ir hund­ar voru hrein­ræktaðir.

Allt fært rétt til bók­ar

Annað af brot­um mæðgn­anna er að þeim er gefið að sök að hafa skráð vís­vit­andi ranga rækt­un­artík á nokk­ur pör­un­ar­vott­orð við um­sókn um ætt­bók­ar­skrán­ingu gota, sem hafði þær af­leiðing­ar að út­gefn­ar ætt­bæk­ur got­anna voru efn­is­lega rang­ar.

Í yf­ir­lýs­ing­unni seg­ir að DNA-rann­sókn­ir sýndu að allt hafi verið fært rétt til bók­ar en eitt got hafi verið með DNA breyt­ingu sem þykir eðli­leg þróun teg­und­ar. 

Að lok­um seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni að búið sé að kæra ógild­ingu bráðabirgðaúrsk­urðar til Lands­rétt­ar.

„Álit móður er að hún hafi mátt þola ótrú­leg­an hroki, yf­ir­ganga og dóna­skap af hálfu jafn­ingja sem kosn­ir voru til trúnaðarstarfa en meint vald hafi stigið þeim til höfuðs. Þessi málsmeðferð er þeim til ævar­andi skamm­ar og geri þetta fé­lag óaðlaðandi kost fyr­ir hunda­eig­end­ur.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka