Lögregla var kölluð út á sjötta tímanum í gær eftir að ekið var á konu við verslunarmiðstöð í Garðabæ. Ökumaðurinn sem ók á konuna kvaðst ætla að leggja í stæði og kanna skemmdir en ók á brott og yfirgaf vettvang.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglu þar sem farið er yfir helstu verkefni lögreglu í nótt og gær.
Konan fann fyrir eymslum í mjöðm og var flutt með sjúkrabifreið á bráðamóttöku til athlynningar. Lögregla hefur upplýsingar um bifreiðina og er málið í rannsókn.
Umferðarslys varð á gatnamótum Sæbrautar og Kringlumýrarbrautar á þriðja tímanum í nótt. Bíl var ekið á ljósastaur og var ökumaður fluttur á bráðamóttöku til aðhlynningar.
Fjórir ökumenn voru stöðvaðir í nótt, grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða ávananabindandi efna. Einn þeirra ók Hafnarfjarðarveg á 119 km hraða þar sem hámarkshraði er 80 km/klst.