Vetrarlegt og versnandi færð

Éljagangur er á Hellisheiði. Mynd úr safni.
Éljagangur er á Hellisheiði. Mynd úr safni. mbl.is/RAX

Vetrarfærð er um allt land með hálku, hálkublettum eða snjóþekju víða. Á suðvesturhorninu eru hálkublettir á Reykjanesbraut en snjóþekja á Sandskeiði, Hellisheiði, Þrengslum og Mosfellsheiði. Snjóþekja og éljagangur á öðrum leiðum.

Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar.

Þæfingsfærð og skafrenningur eru á Bröttubrekku en hálka og skafrenningur á Holtavörðuheiði. Þungfært er á Steingrímsfjarðarheiði, ófært norður í Árneshrepp og Dynjandisheiði er lokuð.

Gular veðurviðvaranir eru í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum og Ströndum og Norðurlandi vestra frá tíu til klukkan sex í dag.

Búast má við töluverðum blæstri og dimmum éljum með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum, sér í lagi á fjallvegum.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert